Alpaferð og AIMG Jöklaleiðsögn 1

09.maí.2022

Það var nóg að gera í lok apríl í Fjallamennskunáminu. Að þessu sinni voru það alpaferðin og AIMG Jöklaleiðsögn 1. Námskeiðin voru haldin í Öræfum, enda býður svæðið upp á einstakt aðgengi að sprungnum skriðjöklum, bröttum fjöllum og hájöklum. Vegna stærðar hópsins var hvort námskeið haldið í tvígang. Veðrið lék við okkur allan tímann og ljóst að sumarið kom snemma í Öræfin.  

Alpaferðin leggur áherslu á að undirbúa nemendur fyrir ferðalög á hájöklum. Áhersluatriði eru rötun, ferðaskipulagning, notkun línu til að tryggja gönguhóp og sprungubjörgun. Farið var upp á Hrútsfjallstinda og tjaldbúðir reistar í tæplega 1600m hæð í skjóli Vesturtinds. Þaðan voru Vesturtindur, Hátindur og Miðtindur heimsóttir auk þess sem stórar jökulsprungur milli tindanna voru nýttar í björgunaræfingar. 

AIMG Jöklaleiðsögn 1 er staðlað námskeið sem haldið var í samvinnu við Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG). Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir að vinna á skriðjöklum við leiðsögn. Farið er í sprungubjörgun og ísklifur, en megináherslan er á leiðsöguhliðina; samskipti við gesti, leiðaval, leiðsögutækni og áhættustýringu. 

Öll námskeiðin tókust vel og stóðu nemendur sig með prýði. Næstu skref hjá hópnum verða valnámskeið í klettaklifri og svo hæfniferð, en það er vikulöng ferð sem nemendur skipuleggja.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...