Nemendaráð kaupir billjardborð

03.maí.2022

Fyrir nokkrum árum gaf Kiwanisklúbburinn Ós nemendum FAS fótboltaspil sem er staðsett í aðstöðu nemenda á efri hæð. Það hefur verið mikið notað. Núverandi nemendaráði fannst vanta meiri afþreyingu fyrir nemendur og fyrir stuttu var ráðist í að festa kaup á nýju billjardborði. Nemendafélagið notaði hluta af sjóði sínum til að fjárfesta í borðinu.

Billjardborðið hefur heldur betur vakið lukku á meðal nemenda og nánast í hverjum frímínútum eru einhverjir að nýta aðstöðuna, hvort sem er í billjard eða í fótboltaspilinu. Það hefur jafnvel verið sett upp keppni fyrir lið.

Þetta er frábært framtak hjá nemendaráði og þetta framtak þeirra mun nýtast bæði núverandi og væntanlegum nemendum FAS til langs tíma.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...