Heimsókn frá Póllandi

28.apr.2022

Síðustu daga hafa verið hér góðir gestir frá framhaldsskóla í Ledziny í Suður-Póllandi. Tildrög þess að hópurinn er kominn hingað eru þau að hann vildi kynnast skóla á Íslandi sem býður upp á áhugavert nám tengt heilsu.

Hér í FAS hafa þau hitt kennara sem koma að kennslu í heilsutengdum greinum og þá sem halda utan um félagslíf nemenda. Þau hittu einnig nemendaráð til að fræðast um félagslífið og skipulag þess. Auk þess fræddust þau um íslenska skólakerfið og hvernig námið er byggt upp í FAS með áherslu á starfsnám og stuðningskerfið. Þá hafa þau í heimsókn sinni hitt bæjarstjóra, skoðað Vöruhúsið og fræðst um starfsemi í Nýheimum.

Gestirnir eru mjög ánægðir með móttökurnar og þann möguleika að geta kynnst öðru skólaumhverfi og eru sammála um að hér hjá okkur sé mun meiri sveigjanleiki í námi en hjá þeim. Það er áhugi á áframhaldandi samstarfi. Þar er t.d. verið að skoða samstarf tengt íþróttum og eins varðandi nemendur af erlendum uppruna. Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...