Heimsókn frá Póllandi

28.apr.2022

Síðustu daga hafa verið hér góðir gestir frá framhaldsskóla í Ledziny í Suður-Póllandi. Tildrög þess að hópurinn er kominn hingað eru þau að hann vildi kynnast skóla á Íslandi sem býður upp á áhugavert nám tengt heilsu.

Hér í FAS hafa þau hitt kennara sem koma að kennslu í heilsutengdum greinum og þá sem halda utan um félagslíf nemenda. Þau hittu einnig nemendaráð til að fræðast um félagslífið og skipulag þess. Auk þess fræddust þau um íslenska skólakerfið og hvernig námið er byggt upp í FAS með áherslu á starfsnám og stuðningskerfið. Þá hafa þau í heimsókn sinni hitt bæjarstjóra, skoðað Vöruhúsið og fræðst um starfsemi í Nýheimum.

Gestirnir eru mjög ánægðir með móttökurnar og þann möguleika að geta kynnst öðru skólaumhverfi og eru sammála um að hér hjá okkur sé mun meiri sveigjanleiki í námi en hjá þeim. Það er áhugi á áframhaldandi samstarfi. Þar er t.d. verið að skoða samstarf tengt íþróttum og eins varðandi nemendur af erlendum uppruna. Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...