Hefur þú áhuga á að læra meira og fá góða undirstöðu fyrir þína hestamennsku? Hvað veist þú um fóðrun, járningar, reiðtygi, holdafar, sjúkdómagreiningu eða sögu íslenska hestsins? Hvernig gengur þér að þjálfa, skilja og vinna með hestinn þinn? FAS býður uppá fimm anna nám í hestamennsku, fyrir byrjendur og lengra komna.
Hestamennskunám undirbýr nemendur til að vera aðstoðarmenn í hvers konar hestatengdri starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Að nemendur geti sinnt helstu verkþáttum í hirðingu hesta og aðstoðað við þjálfun þeirra. Geti aðstoðað viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum og leiðbeint um grunnþætti hestamennsku.
Nemendur í hestamennskunámi FAS þurfa að vera með eiginn hest og allan búnað. Fyrir þá sem hafa ekki aðgang að hesthúsplássi, mun Hestamannafélagið Hornfirðingur aðstoða við að útvega það. Verklega kennslan fer fram í reiðhöll og á svæði Hestamannafélagsins Hornfirðings við Stekkhól og hestar nemenda þurfa að vera í þar á kennslutíma. Nemendur bera allan kostnað af hesthúsi og fóðri fyrir hestinn.
Reynsla í hestamennsku er metin til eininga í verklega náminu. Bóklegir áfangar eru skipulagðir sem fjarnám en verklegt nám er kennt í lotum.