Umhverfisdagur í Nýheimum og ráðhúsinu

25.apr.2022

Í dag hittust allir íbúar Nýheima og ráðhússins um stund til að huga að umhverfinu en það er orðin venja að gera slíkt í sumarbyrjun. Veður vetrarins fara ekki alltaf blíðlega með umhverfið og ýmislegt þarf að laga þegar veturinn lætur undan.

Nemendum í FAS var skipt í hópa og það átti að snurfusa bæði utan dyra og innan. Meðal þess sem var gert var að sópa stéttir, tína rusl og hreinsa beð. Þá fengu tveir hópar það hlutverk að taka tyggjóklessur. Annar hópurinn skóf upp klessur utan dyra en hinn hópurinn fékk það hlutverk að skoða undir öll borð í kennslustofum og á lesstofu. Það kom sannarlega á óvart að sjá hversu mikið var af tyggjóklessum undir borðum, ekki síst í ljósi þess að öll borð voru tekin og hreinsuð fyrir tveimur árum. Þá þótti hópnum sem hreinsaði innan dyra ekki gott að sjá að munntóbakstuggum virðist oft vera hent upp á hillur á bókasafni í stað þess að henda þeim í ruslið. Það er svo sannarlega hægt að taka sig á og bæta umgengni.

Það er oft sagt að margar hendur vinni létt verk og það á svo sannarlega við í dag. Eftir tiltektina var boðið upp á grillaða hamborgara og voru þeim gerð góð skil.

[modula id=“14272″]

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...