Umhverfisdagur í Nýheimum og ráðhúsinu

25.apr.2022

Í dag hittust allir íbúar Nýheima og ráðhússins um stund til að huga að umhverfinu en það er orðin venja að gera slíkt í sumarbyrjun. Veður vetrarins fara ekki alltaf blíðlega með umhverfið og ýmislegt þarf að laga þegar veturinn lætur undan.

Nemendum í FAS var skipt í hópa og það átti að snurfusa bæði utan dyra og innan. Meðal þess sem var gert var að sópa stéttir, tína rusl og hreinsa beð. Þá fengu tveir hópar það hlutverk að taka tyggjóklessur. Annar hópurinn skóf upp klessur utan dyra en hinn hópurinn fékk það hlutverk að skoða undir öll borð í kennslustofum og á lesstofu. Það kom sannarlega á óvart að sjá hversu mikið var af tyggjóklessum undir borðum, ekki síst í ljósi þess að öll borð voru tekin og hreinsuð fyrir tveimur árum. Þá þótti hópnum sem hreinsaði innan dyra ekki gott að sjá að munntóbakstuggum virðist oft vera hent upp á hillur á bókasafni í stað þess að henda þeim í ruslið. Það er svo sannarlega hægt að taka sig á og bæta umgengni.

Það er oft sagt að margar hendur vinni létt verk og það á svo sannarlega við í dag. Eftir tiltektina var boðið upp á grillaða hamborgara og voru þeim gerð góð skil.

[modula id=“14272″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...