Fjórir leiðbeinendur við Fjallamennskunám FAS luku vikulöngu snjóflóðanámskeiði á Siglufirði um páskana. Námskeiðið er frá Kanadíska Snjóflóðafélaginu (CAA) og kallast Avalanche Operations Level 1. Félag Íslenskra Fjallaleiðsögumanna (AIMG) hafði milligöngu um að fá námskeiðið til Íslands en það er hluti af menntunarstiga félagsins auk þess að vera alþjóðlega viðurkennd vottun.
Þau Daniel Saulite, Íris R. Pedersen, Svanhvít H. Jóhannsdóttir og Tómas E. Vilhjálmsson hafa nú hlotið Level 1 réttindi og geta miðlað þekkingu sinni áfram inn í kennslu við FAS.
[modula id=“14252″]