Snjóflóðanámskeið á Siglufirði

19.apr.2022

Fjórir leiðbeinendur við Fjallamennskunám FAS luku vikulöngu snjóflóðanámskeiði á Siglufirði um páskana. Námskeiðið er frá Kanadíska Snjóflóðafélaginu (CAA) og kallast Avalanche Operations Level 1. Félag Íslenskra Fjallaleiðsögumanna (AIMG) hafði milligöngu um að fá námskeiðið til Íslands en það er hluti af menntunarstiga félagsins auk þess að vera alþjóðlega viðurkennd vottun.

Þau Daniel Saulite, Íris R. Pedersen, Svanhvít H. Jóhannsdóttir og Tómas E. Vilhjálmsson hafa nú hlotið Level 1 réttindi og geta miðlað þekkingu sinni áfram inn í kennslu við FAS.

[modula id=“14252″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...