Páskafrí og kennsla eftir páska

08.apr.2022

Eftir kennslu í dag, föstudag er komið páskafrí. Það er eflaust kærkomið hjá flestum að fá frí í nokkra daga og fást við eitthvað annað en námið.

Breyting hefur orðið á skóladagatalinu. Þar sem við byrjum kennslu eftir páska þriðjudaginn 19. apríl en ekki á miðvikudegi eins og áður tíðkaðist þá fellum við í staðinn niður kennslu föstudaginn 22. apríl sem er dagurinn eftir sumardaginn fyrsta.

Við óskum öllum gleðilegra páska og vonum að allir hafi það sem best í fríinu.

 

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...