Páskafrí og kennsla eftir páska

08.apr.2022

Eftir kennslu í dag, föstudag er komið páskafrí. Það er eflaust kærkomið hjá flestum að fá frí í nokkra daga og fást við eitthvað annað en námið.

Breyting hefur orðið á skóladagatalinu. Þar sem við byrjum kennslu eftir páska þriðjudaginn 19. apríl en ekki á miðvikudegi eins og áður tíðkaðist þá fellum við í staðinn niður kennslu föstudaginn 22. apríl sem er dagurinn eftir sumardaginn fyrsta.

Við óskum öllum gleðilegra páska og vonum að allir hafi það sem best í fríinu.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...