Eftir kennslu í dag, föstudag er komið páskafrí. Það er eflaust kærkomið hjá flestum að fá frí í nokkra daga og fást við eitthvað annað en námið.
Breyting hefur orðið á skóladagatalinu. Þar sem við byrjum kennslu eftir páska þriðjudaginn 19. apríl en ekki á miðvikudegi eins og áður tíðkaðist þá fellum við í staðinn niður kennslu föstudaginn 22. apríl sem er dagurinn eftir sumardaginn fyrsta.
Við óskum öllum gleðilegra páska og vonum að allir hafi það sem best í fríinu.