Kajakferð grunnur 2022

08.apr.2022

Valáfanginn Kajakferð grunnur var kenndur hjá FAS dagana 1. – 4. og 5. – 8. apríl. Að þessu sinni var áhersla lögð á sit-on-top kajak en slíkir bátar eru auðveldir til að læra á og góður inngangur inn í aðrar greinar kajak íþróttarinnar svo sem straumvatnskajak eða sjókajak. Lagt var upp með sömu dagskrá fyrir báða hópana en vegna veðurs þurfti að víxla dögum innan seinni ferðarinnar.  

Báðir hópar lærðu grunnatriði varðandi búnað og öryggisbúnað sem nauðsynlegur er í kajakferðum og hvernig fara skal með slíkan búnað svo hann endist sem lengst. Farið var í ýmsa tækni við að beita árinni til að hreyfa bátinn fram, aftur og til hliðar sem og rétta líkamsbeitingu við róðurinn. Leiðsögn var fléttuð inn í áfangann, en nemendur skiptust á að kenna hverju öðru tækniatriði sem þeir höfðu lært daginn áður. Þau aðstoðuðu hvert annað við að komast frá landi auk þess að æfa bæði að bjarga sjálfum sér og einnig félaga upp í bátinn aftur. Rætt var um þær hættur sem fylgja siglingum á jökullónum, ísjökum og kelfandi jöklum. Einnig var farið yfir hvernig lesa má í strauma í ám og hvernig best sé að beita bátnum upp eða niður í straum, á móti öldu eða til að komast inn í iður (e. eddy) í ánni. Síðast en ekki síst var farið í hvernig best væri að festa kajakana vel á kerruna, en bátarnir eru stórir og þungir og það er nokkuð mikil vinna að festa þá vel.  

Fyrri hópurinn byrjaði á að róa í Hornafirði en vegna veðurs fór seinni hópurinn ekki út á sjó. Sá hópur æfði hins vegar að velta straumvatnskajak í sundlaug Hafnar. Báðir hópar reru á Jökulsárlóni og niður hluta Jökulsár í Lóni þar sem ofantalin tækniatriði voru æfð og notuð.  

Kennarar í áfanganum voru Michael Robert Walker, Sigfús Ragnar Sigfússon og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir.  

[modula id=“14235″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...