Kajakferð grunnur 2022

08.apr.2022

Valáfanginn Kajakferð grunnur var kenndur hjá FAS dagana 1. – 4. og 5. – 8. apríl. Að þessu sinni var áhersla lögð á sit-on-top kajak en slíkir bátar eru auðveldir til að læra á og góður inngangur inn í aðrar greinar kajak íþróttarinnar svo sem straumvatnskajak eða sjókajak. Lagt var upp með sömu dagskrá fyrir báða hópana en vegna veðurs þurfti að víxla dögum innan seinni ferðarinnar.  

Báðir hópar lærðu grunnatriði varðandi búnað og öryggisbúnað sem nauðsynlegur er í kajakferðum og hvernig fara skal með slíkan búnað svo hann endist sem lengst. Farið var í ýmsa tækni við að beita árinni til að hreyfa bátinn fram, aftur og til hliðar sem og rétta líkamsbeitingu við róðurinn. Leiðsögn var fléttuð inn í áfangann, en nemendur skiptust á að kenna hverju öðru tækniatriði sem þeir höfðu lært daginn áður. Þau aðstoðuðu hvert annað við að komast frá landi auk þess að æfa bæði að bjarga sjálfum sér og einnig félaga upp í bátinn aftur. Rætt var um þær hættur sem fylgja siglingum á jökullónum, ísjökum og kelfandi jöklum. Einnig var farið yfir hvernig lesa má í strauma í ám og hvernig best sé að beita bátnum upp eða niður í straum, á móti öldu eða til að komast inn í iður (e. eddy) í ánni. Síðast en ekki síst var farið í hvernig best væri að festa kajakana vel á kerruna, en bátarnir eru stórir og þungir og það er nokkuð mikil vinna að festa þá vel.  

Fyrri hópurinn byrjaði á að róa í Hornafirði en vegna veðurs fór seinni hópurinn ekki út á sjó. Sá hópur æfði hins vegar að velta straumvatnskajak í sundlaug Hafnar. Báðir hópar reru á Jökulsárlóni og niður hluta Jökulsár í Lóni þar sem ofantalin tækniatriði voru æfð og notuð.  

Kennarar í áfanganum voru Michael Robert Walker, Sigfús Ragnar Sigfússon og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir.  

[modula id=“14235″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...