Góðir gestir í FAS

31.mar.2022

Það hefur heldur betur verið líf í Nýheimum þessa vikuna. Sveitarfélagið stendur fyrir hinsegin viku og á miðvikudag voru Samtökin ’78 með fræðslu fyrir bæði nemendur og starfsfólk í FAS og sveitarfélagins í fyrirlestrasal Nýheima.

Þá komu hingað seinni partinn á þriðjudag gestir frá Finnlandi og Noregi í Nordplus samstarfsverkefni. Íslensku þátttakendurnir í verkefninu fóru síðasta laugardag til að taka á móti hópnum. Sunnudagurinn var notaður til að skoða sig um í Reykjavík. Á mánudag hófst svo vinna í tengslum við verkefnið en þá var þátttakendum skipt í 6 hópa. Hver hópur átti að heimsækja fyrirtæki í Vík og afla þar upplýsinga í tengslum við heimsmarkmið 8 en við erum einmitt að vinna með það á þessari önn. Hópurinn hélt svo áfram á þriðjudag og heimsótti nokkra staði í kringum Kirkjubæjarklaustur og á Hala og hélt áfram að safna upplýsingum.

Í gær og í dag hafa krakkarnir unnið úr upplýsingum og útbúa bæði veggspjöld og kynningar tengdar heimsóknunum og munu þau verkefni birtast á vefsíðu verkefnisins fljótlega https://geoheritage.fas.is/  – en það hefur ekki bara verið unnið í verkefnum. Hópurinn fór t.d. í gær út á Stokksnes og í Almannaskarð og í dag fengum við fræðslu um þjóðgarðinn í Gömlubúð. Við viljum þakka öllum sem hafa tekið á móti okkur.

Í kvöld er gestunum boðið á leiksýningu og svo heldur hópurinn af stað til Keflavíkur í fyrramálið og flýgur utan á laugardagsmorgun.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...