10. bekkur heimsækir FAS

22.mar.2022

Í síðustu viku komu til okkar góðir gestir en það voru væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Margir þeirra eru farnir að velta fyrir sér hvað eigi að gera að loknum grunnskóla.

Hér í FAS var tekið á móti hópnum á Nýtorgi og var byrjað á því að segja frá hvernig framhaldsskólakerfið er uppbyggt. Því næst var kynnt hvaða nám er í boði í FAS og hver námslok geta verið eftir því hvað er valið. Að loknum kynningum gátu gestirnir gengið um og rætt við kennara og nemendur sem veittu upplýsingar um fjölbreytt nám í FAS.

Það var gaman að sjá hversu áhugasamur hópurinn var og þeim kom greinilega á óvart hversu fjölbreytt námsframboð er í FAS. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í FAS í haust.

Að lokum má geta þess að opnað hefur verið fyrir umsóknir í framhaldsskóla hjá Menntamálastofnun á þessari slóð.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...