10. bekkur heimsækir FAS

22.mar.2022

Í síðustu viku komu til okkar góðir gestir en það voru væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Margir þeirra eru farnir að velta fyrir sér hvað eigi að gera að loknum grunnskóla.

Hér í FAS var tekið á móti hópnum á Nýtorgi og var byrjað á því að segja frá hvernig framhaldsskólakerfið er uppbyggt. Því næst var kynnt hvaða nám er í boði í FAS og hver námslok geta verið eftir því hvað er valið. Að loknum kynningum gátu gestirnir gengið um og rætt við kennara og nemendur sem veittu upplýsingar um fjölbreytt nám í FAS.

Það var gaman að sjá hversu áhugasamur hópurinn var og þeim kom greinilega á óvart hversu fjölbreytt námsframboð er í FAS. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í FAS í haust.

Að lokum má geta þess að opnað hefur verið fyrir umsóknir í framhaldsskóla hjá Menntamálastofnun á þessari slóð.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...