10. bekkur heimsækir FAS

22.mar.2022

Í síðustu viku komu til okkar góðir gestir en það voru væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Margir þeirra eru farnir að velta fyrir sér hvað eigi að gera að loknum grunnskóla.

Hér í FAS var tekið á móti hópnum á Nýtorgi og var byrjað á því að segja frá hvernig framhaldsskólakerfið er uppbyggt. Því næst var kynnt hvaða nám er í boði í FAS og hver námslok geta verið eftir því hvað er valið. Að loknum kynningum gátu gestirnir gengið um og rætt við kennara og nemendur sem veittu upplýsingar um fjölbreytt nám í FAS.

Það var gaman að sjá hversu áhugasamur hópurinn var og þeim kom greinilega á óvart hversu fjölbreytt námsframboð er í FAS. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í FAS í haust.

Að lokum má geta þess að opnað hefur verið fyrir umsóknir í framhaldsskóla hjá Menntamálastofnun á þessari slóð.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...