„Hvert örstutt spor“ frumsýnt á föstudag

16.mar.2022

Leikverkefnið „Hvert örstutt spor“ verður frumsýnt í Mánagarði föstudaginn 18. mars. Verkið er byggt á „Silfurtúngli“ Halldórs Laxness en það verk var skrifað árið 1954 og var þess tíma þjóðfélagsádeila. Það er Stefán Sturla sem hefur fært verkið í leikbúning og er jafnframt leikstjóri. Stefán Sturla notar grunnþætti upprunalega verksins en hefur aðlagað þá að nútímanum.

Eins og svo oft áður er FAS í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar sem á þessu ári fagnar 60 ára afmæli sínu. Undanfarið hafa verið miklar æfingar og nú er allt að smella saman fyrir frumsýninguna. Sjö sýningar eru fyrirhugaðar  á verkinu og hægt er að panta miða í síma 892 97 07.

Við hvetjum alla til að láta þennan menningarviðburð ekki framhjá sér fara. Sjáumst í leikhúsinu.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...