„Hvert örstutt spor“ frumsýnt á föstudag

16.mar.2022

Leikverkefnið „Hvert örstutt spor“ verður frumsýnt í Mánagarði föstudaginn 18. mars. Verkið er byggt á „Silfurtúngli“ Halldórs Laxness en það verk var skrifað árið 1954 og var þess tíma þjóðfélagsádeila. Það er Stefán Sturla sem hefur fært verkið í leikbúning og er jafnframt leikstjóri. Stefán Sturla notar grunnþætti upprunalega verksins en hefur aðlagað þá að nútímanum.

Eins og svo oft áður er FAS í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar sem á þessu ári fagnar 60 ára afmæli sínu. Undanfarið hafa verið miklar æfingar og nú er allt að smella saman fyrir frumsýninguna. Sjö sýningar eru fyrirhugaðar  á verkinu og hægt er að panta miða í síma 892 97 07.

Við hvetjum alla til að láta þennan menningarviðburð ekki framhjá sér fara. Sjáumst í leikhúsinu.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...