„Hvert örstutt spor“ frumsýnt á föstudag

16.mar.2022

Leikverkefnið „Hvert örstutt spor“ verður frumsýnt í Mánagarði föstudaginn 18. mars. Verkið er byggt á „Silfurtúngli“ Halldórs Laxness en það verk var skrifað árið 1954 og var þess tíma þjóðfélagsádeila. Það er Stefán Sturla sem hefur fært verkið í leikbúning og er jafnframt leikstjóri. Stefán Sturla notar grunnþætti upprunalega verksins en hefur aðlagað þá að nútímanum.

Eins og svo oft áður er FAS í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar sem á þessu ári fagnar 60 ára afmæli sínu. Undanfarið hafa verið miklar æfingar og nú er allt að smella saman fyrir frumsýninguna. Sjö sýningar eru fyrirhugaðar  á verkinu og hægt er að panta miða í síma 892 97 07.

Við hvetjum alla til að láta þennan menningarviðburð ekki framhjá sér fara. Sjáumst í leikhúsinu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...