Frá því á miðvikudagsmorgun hafa nemendur í FAS heldur betur breytt til. En þá hófust vísindadagar sem að þessu sinni eru í samstarfi við sambýlinga skólans í Nýheimum. Þó verkefnin séu ólík er sama hugsun að baki þeirra allra, þ.e. að nemendur kynnist vinnubrögðum og aðferðum í vísindavinnu.
Núna í morgunsárið á föstudegi eru nemendur að leggja lokahönd á verkefnavinnuna. Klukkan 11:55 munu verkefnin verða kynnt stuttlega á Nýtorgi og í kjölfarið verður afrakstur vinnunnar sýndur á efri hæðinni.
Gestir og gangandi eru hvattir til að líta við og skoða vinnu hópanna. Sem dæmi um verkefni eru: fornleifarannsóknir, útreikningar við endurgerð á húsi, sjónarhorn listamanns, skóli framtíðar, ritgerðasmíð og vefvinna, rannsóknir á fiðrildum og skoðannakönnun meðal ferðamanna. Sýningin í FAS verður opin til 14:00. Einnig er hægt að sjá vinnu nemenda á http://visindavika.fas.is
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...