Vísindadögum lýkur í dag

30.okt.2015

flugaFrá því á miðvikudagsmorgun hafa nemendur í FAS heldur betur breytt til. En þá hófust vísindadagar sem að þessu sinni eru í samstarfi við sambýlinga skólans í Nýheimum. Þó verkefnin séu ólík er sama hugsun að baki þeirra allra, þ.e. að nemendur kynnist vinnubrögðum og aðferðum í vísindavinnu.
Núna í morgunsárið á föstudegi eru nemendur að leggja lokahönd á verkefnavinnuna. Klukkan 11:55 munu verkefnin verða kynnt stuttlega á Nýtorgi og í kjölfarið verður afrakstur vinnunnar sýndur á efri hæðinni.
Gestir og gangandi eru hvattir til að líta við og skoða vinnu hópanna. Sem dæmi um verkefni eru: fornleifarannsóknir, útreikningar við endurgerð á húsi, sjónarhorn listamanns, skóli framtíðar, ritgerðasmíð og vefvinna, rannsóknir á fiðrildum og skoðannakönnun meðal ferðamanna. Sýningin í FAS verður opin til 14:00. Einnig er hægt að sjá vinnu nemenda á http://visindavika.fas.is

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...