Að lokinni umhverfisviku

15.feb.2022

Eins og við höfum áður sagt frá var síðasta vika helguð umhverfismálum í Nýheimum. Við skoðuðum matar- og ferðavenjur íbúanna, reiknuðum út kostnað og veltum líka fyrir okkur hvað væri best fyrir umhverfið. Sorpið var skoðað sérstaklega þessa vikuna og það flokkað. Heildarmagn úrgangs í Nýheimum í síðustu viku var 34,3 kíló og um 10% þess fellur undir óflokkað. Þegar nánar er rýnt í tölurnar sést að töluvert af því sem fellur í lífrænan úrgang mætti flokka sem matarsóun. Þar þurfum við að taka okkur á.

Við fengum fínan fyrirlestur frá Íslenska Gámafélaginu um flokkun sorps og stöðuna á því í Nýheimum. Það var sérstaklega gaman að sjá og heyra fyrirspurnir þátttakenda.

Í lok umhverfisvikunnar unnu svo nemendur alls kyns veggspjöld og hvatningar til að minna okkur á mikilvægi þess að vanda okkur sem mest í okkar daglega lífi umhverfinu til heilla. Góð vísa er sannarlega aldrei of oft kveðin. Hér fyrir neðan má sjá nokkur af hugverkum nemenda í umhverfisviku.

[modula id=“13876″]

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...