Að lokinni umhverfisviku

15.feb.2022

Eins og við höfum áður sagt frá var síðasta vika helguð umhverfismálum í Nýheimum. Við skoðuðum matar- og ferðavenjur íbúanna, reiknuðum út kostnað og veltum líka fyrir okkur hvað væri best fyrir umhverfið. Sorpið var skoðað sérstaklega þessa vikuna og það flokkað. Heildarmagn úrgangs í Nýheimum í síðustu viku var 34,3 kíló og um 10% þess fellur undir óflokkað. Þegar nánar er rýnt í tölurnar sést að töluvert af því sem fellur í lífrænan úrgang mætti flokka sem matarsóun. Þar þurfum við að taka okkur á.

Við fengum fínan fyrirlestur frá Íslenska Gámafélaginu um flokkun sorps og stöðuna á því í Nýheimum. Það var sérstaklega gaman að sjá og heyra fyrirspurnir þátttakenda.

Í lok umhverfisvikunnar unnu svo nemendur alls kyns veggspjöld og hvatningar til að minna okkur á mikilvægi þess að vanda okkur sem mest í okkar daglega lífi umhverfinu til heilla. Góð vísa er sannarlega aldrei of oft kveðin. Hér fyrir neðan má sjá nokkur af hugverkum nemenda í umhverfisviku.

[modula id=“13876″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...