Járninganámskeið í hestamennskunámi FAS

22.feb.2022

Skagfirðingurinn og járningameistarinn Stefán Steinþórsson kom til Hafnar síðastliðinn fimmtudag og hélt járninganámskeið fyrir nemendur FAS í hestamennsku. Stefán hefur um árabil búið í Noregi og járnað hesta um alla Skandinavíu. Hann er járningakennari við hestamennskunám Háskólans á Hólum í Hjaltadal.

Seinnipart fimmtudagsins hélt Stefán fyrirlestur í Nýheimum um heilbrigði hófa, járningu og áhrif fóðurs á hófa. Þá fór hann jafnframt yfir hversu mikilvægt sé að járna hesta reglulega til að styrkja jafnvægi hestsins, og forðast vöðva og sinabólgur. Á föstudeginum var síðan verkleg kennsla í reiðhöll hestamannafélagsins Hornfirðings þar sem nemendur lærðu rétt handtök við járningu hesta sinna. Um helgina var síðan járninganámskeið fyrir félagsfólk Hornfirðings en FAS og hestamannafélagið hefur verið í samstarfi í vetur vegna þessa nýja náms framhaldsskólans.

FAS minnir á að í vor verður tekið við skráningu nýnema og nema í framhaldsnám í hestamennsku fyrir næsta skólaár.

[modula id=“13899″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...