Járninganámskeið í hestamennskunámi FAS

22.feb.2022

Skagfirðingurinn og járningameistarinn Stefán Steinþórsson kom til Hafnar síðastliðinn fimmtudag og hélt járninganámskeið fyrir nemendur FAS í hestamennsku. Stefán hefur um árabil búið í Noregi og járnað hesta um alla Skandinavíu. Hann er járningakennari við hestamennskunám Háskólans á Hólum í Hjaltadal.

Seinnipart fimmtudagsins hélt Stefán fyrirlestur í Nýheimum um heilbrigði hófa, járningu og áhrif fóðurs á hófa. Þá fór hann jafnframt yfir hversu mikilvægt sé að járna hesta reglulega til að styrkja jafnvægi hestsins, og forðast vöðva og sinabólgur. Á föstudeginum var síðan verkleg kennsla í reiðhöll hestamannafélagsins Hornfirðings þar sem nemendur lærðu rétt handtök við járningu hesta sinna. Um helgina var síðan járninganámskeið fyrir félagsfólk Hornfirðings en FAS og hestamannafélagið hefur verið í samstarfi í vetur vegna þessa nýja náms framhaldsskólans.

FAS minnir á að í vor verður tekið við skráningu nýnema og nema í framhaldsnám í hestamennsku fyrir næsta skólaár.

[modula id=“13899″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...