Slagorð og veggspjöld umhverfinu til heilla

11.feb.2022

Þessa vikuna höfum við í Nýheimum helgað umhverfinu athygli okkar. Það hefur verið fjallað um mikilvægi flokkunar, við höfum velt fyrir okkur ferðavenjum okkar og næringu og reiknað út kostnað.

Í dag var komið að því að draga saman það sem hefur verið skoðað. Nemendur hittust og útbjuggu slagorð og veggspjöld sem miða að því að vekja athygli og fá okkur til að hugsa. Á samfélagsmiðlum skólans má sjá afrakstur vinnunnar og hvetjum við alla til að vera virkir í umhverfismálum.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...