Þessa vikuna höfum við í Nýheimum helgað umhverfinu athygli okkar. Það hefur verið fjallað um mikilvægi flokkunar, við höfum velt fyrir okkur ferðavenjum okkar og næringu og reiknað út kostnað.
Í dag var komið að því að draga saman það sem hefur verið skoðað. Nemendur hittust og útbjuggu slagorð og veggspjöld sem miða að því að vekja athygli og fá okkur til að hugsa. Á samfélagsmiðlum skólans má sjá afrakstur vinnunnar og hvetjum við alla til að vera virkir í umhverfismálum.