Ísklifur í fjallamennskunáminu

09.feb.2022

Fjallamennskuárið 2022 er hafið og það af fullum krafti. Dagana 28. – 31. janúar kenndum við Árni Stefán og Íris Ragnarsdóttir tíu nemendum á öðru ári ísfossaklifur. Áfanginn var að þessu sinni kenndur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en erfitt reyndist að finna ísklifuraðstæður á landinu þessa vikuna sökum hlýinda. Allt fór þó á besta veg og við náðum að klifra á þremur mismunandi stöðum í Hvalfirði, í Múlafjalli, Brynjudal og við Meðalfellsvatn.

Ísfossaklifur er tækniíþrótt, góð tækni skiptir meira máli en líkamlegur styrkur. Við lögðum því mikla áherslu á að nemendur öðluðust góða klifurtækni, en það næst með því að klifra mikið og fá endurgjöf og ábendingar jafnóðum. Eins er mikilvægt að leggja mat á áhættur, gæði íssins og að þekkja sín mörk. Vegna aðstæðna klifruðum við að mestu í ofanvaði en það er mjög góð leið til að bæta ísklifurtæknina og öðlast traust á búnaðinum.

Það var ánægjulegt að hitta hópinn aftur eftir dimmustu mánuði ársins en nú taka skíða- og leiðangursáfangar við hjá þeim fram að útskrift í vor. Við óskum hópnum góðs gengis og vonumst til að sjá þau á fjöllum.

[modula id=“13855″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...