Ísklifur í fjallamennskunáminu

09.feb.2022

Fjallamennskuárið 2022 er hafið og það af fullum krafti. Dagana 28. – 31. janúar kenndum við Árni Stefán og Íris Ragnarsdóttir tíu nemendum á öðru ári ísfossaklifur. Áfanginn var að þessu sinni kenndur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en erfitt reyndist að finna ísklifuraðstæður á landinu þessa vikuna sökum hlýinda. Allt fór þó á besta veg og við náðum að klifra á þremur mismunandi stöðum í Hvalfirði, í Múlafjalli, Brynjudal og við Meðalfellsvatn.

Ísfossaklifur er tækniíþrótt, góð tækni skiptir meira máli en líkamlegur styrkur. Við lögðum því mikla áherslu á að nemendur öðluðust góða klifurtækni, en það næst með því að klifra mikið og fá endurgjöf og ábendingar jafnóðum. Eins er mikilvægt að leggja mat á áhættur, gæði íssins og að þekkja sín mörk. Vegna aðstæðna klifruðum við að mestu í ofanvaði en það er mjög góð leið til að bæta ísklifurtæknina og öðlast traust á búnaðinum.

Það var ánægjulegt að hitta hópinn aftur eftir dimmustu mánuði ársins en nú taka skíða- og leiðangursáfangar við hjá þeim fram að útskrift í vor. Við óskum hópnum góðs gengis og vonumst til að sjá þau á fjöllum.

[modula id=“13855″]

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...