Vísindadagar í næstu viku

22.okt.2015

IMG_2809

Mynd frá vísindadögum 2014.

Líkt og undanfarin ár verður skólastarfið á önninni aðeins brotið upp með vísindadögum. Þeir hefjast miðvikudaginn 28. október og standa út vikuna.
Í vinnu á vísindadögum er ætíð sama upplegg. Fyrsta daginn afla nemendur gagna, annan daginn er unnið úr gögnunum og þriðja og síðasta daginn eru svo kynningar undirbúnar og afrakstur vinnunnar sýndur.
Að þessu sinni munu FAS og aðrar stofnanir í Nýheimum vinna saman. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að kynna fyrir nemendum þá blómlegu starfsemi sem er í húsinu og hins vegar að nýta þann mannauð sem er í Nýheimum.
Á morgun föstudag klukkan 11:55 verður kynnt hvaða verkefni eru í boði. Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Nýheima. Að kynningu lokinni geta nemendur skráð sig í hópa. Gert er ráð fyrir að allt að tíu nemendur geti verið í hverjum hópi.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...