Vísindadagar í næstu viku

22.okt.2015

IMG_2809

Mynd frá vísindadögum 2014.

Líkt og undanfarin ár verður skólastarfið á önninni aðeins brotið upp með vísindadögum. Þeir hefjast miðvikudaginn 28. október og standa út vikuna.
Í vinnu á vísindadögum er ætíð sama upplegg. Fyrsta daginn afla nemendur gagna, annan daginn er unnið úr gögnunum og þriðja og síðasta daginn eru svo kynningar undirbúnar og afrakstur vinnunnar sýndur.
Að þessu sinni munu FAS og aðrar stofnanir í Nýheimum vinna saman. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að kynna fyrir nemendum þá blómlegu starfsemi sem er í húsinu og hins vegar að nýta þann mannauð sem er í Nýheimum.
Á morgun föstudag klukkan 11:55 verður kynnt hvaða verkefni eru í boði. Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Nýheima. Að kynningu lokinni geta nemendur skráð sig í hópa. Gert er ráð fyrir að allt að tíu nemendur geti verið í hverjum hópi.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...