Umhverfisvika í FAS og Nýheimum

03.feb.2022

Næsta vika, 7. – 11 febrúar verður helguð umhverfinu í Nýheimum. Á hverjum degi verður eitthvað gert til minna okkur á og benda á mikilvægi þess að við umgöngumst umhverfið af virðingu og með velferð þess í huga.

Á mánudag verður bíllaus dagur og eru allir hvattir til að mæta gangandi eða hjólandi í Nýheima. Allir íbúar hússins þurfa að skrá og segja frá því hvernig þeir koma í húsið þennan dag.

Á þriðjudag verður fulltrúi frá Íslenska gámafélaginu með um hálftíma fyrirlestur um sorp, flokkun og stöðuna í Nýheimum. Eftir fyrirlesturinn sem verður á Teams verða umræður.

Á miðvikudag er svo komið að næringunni. Þann dag eru allir hvattir til borða í veitingasölunni eða taka með sér nesti. Þeir sem versla í Nettó og aðrir sem koma með matvælaumbúðir verða að taka þær með sér heim. Óskað verður eftir upplýsingum um neysluvenjur og þær skráðar niður.

Á fimmtudag er ætlunin að reikna út kostnað við mismunandi samgöngumáta í ferðalögum til og frá skóla. Þá á einnig að reikna út mismunandi kostnað varðandi mat og næringu eftir því hvort það er borðað í veitingasölunni, tekið með nesti eða farið í Nettó. Þá er líka ætlunin að finna heppilegar fjölnota umbúðir sem nýtast bæði í ferðalögum á vegum skólans og ekki síður fyrir þá sem velja að taka með sér nesti.

Föstudagurinn 11. febrúar er síðasti dagur umhverfisvikunnar og þá er ætlunin að búa til veggspjöld sem fjalla um umhverfismál og minna okkur á mikilvægi þess að við temjum okkur lífsmáta sem skilur eftir sig sem minnst vistspor.

Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að taka þátt í umhverfisvikunni og leggja sitt af mörkum. Það er bæði okkar hagur og umhverfisisns.

 

 

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...