Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum tíðina hafa skapast ýmis konar hefðir tengdar bóndadegi og ein þeirra er að borða þjóðlegan íslenskan mat sem var algengur á borðum landsmanna í gegnum aldirnar.
Af þessu tilefni bauð FAS nemendum sínum og starfsfólki í þorramat í hádeginu og þar mátti svo sannarlega sjá ýmislegt sem æ sjaldnar sést á borðum margra landsmanna en er engu að síður ljómandi góður matur. Matnum voru gerð góð skil og allir gengu saddir og sælir frá borði.