Uppsetning á Silfurtúnglinu

14.jan.2022

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir uppsetninguna.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á leiklist til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 20 og við minnum á að það er grímuskylda á fundinum og hvetjum alla til að gæta sóttvarna.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...