FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir uppsetninguna.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á leiklist til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 20 og við minnum á að það er grímuskylda á fundinum og hvetjum alla til að gæta sóttvarna.