Skrefum 3 og 4 náð í FAS

02.des.2021

Um miðjan nóvember fékkst það staðfest að FAS hefði náð að uppfylla skref 1 og 2 í verkefninu „græn skref ríkisstofnana„. Síðan þá hefur verið unnið að skrefum 3 og 4. Mánudaginn 29. nóvember náðist sá áfangi að FAS fékk úttekt á skrefum 3 og 4 og því er nú einungis eftir að uppfylla skref 5. Það var boðið upp á góðgjörðir af þessu tilefni á kennarastofunni og voru þeim gerð góð skil.
Í skrefum 3 og 4 er verið að ganga lengra í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og minnka vistspor skólans. Það er t.d. verið að vinna í því að bæta aðstöðu þeirra sem koma hjólandi eða á rafmagnsbíl í Nýheima.
Nú stendur yfir vinna við skref 5 en þar er meira verið að horfa til framtíðar í umhverfismálum. Stefnt er að því að ljúka 5. skrefinu fyrir jól.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...