Skrefum 3 og 4 náð í FAS

02.des.2021

Um miðjan nóvember fékkst það staðfest að FAS hefði náð að uppfylla skref 1 og 2 í verkefninu „græn skref ríkisstofnana„. Síðan þá hefur verið unnið að skrefum 3 og 4. Mánudaginn 29. nóvember náðist sá áfangi að FAS fékk úttekt á skrefum 3 og 4 og því er nú einungis eftir að uppfylla skref 5. Það var boðið upp á góðgjörðir af þessu tilefni á kennarastofunni og voru þeim gerð góð skil.
Í skrefum 3 og 4 er verið að ganga lengra í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og minnka vistspor skólans. Það er t.d. verið að vinna í því að bæta aðstöðu þeirra sem koma hjólandi eða á rafmagnsbíl í Nýheima.
Nú stendur yfir vinna við skref 5 en þar er meira verið að horfa til framtíðar í umhverfismálum. Stefnt er að því að ljúka 5. skrefinu fyrir jól.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...