Skrefum 3 og 4 náð í FAS

02.des.2021

Um miðjan nóvember fékkst það staðfest að FAS hefði náð að uppfylla skref 1 og 2 í verkefninu „græn skref ríkisstofnana„. Síðan þá hefur verið unnið að skrefum 3 og 4. Mánudaginn 29. nóvember náðist sá áfangi að FAS fékk úttekt á skrefum 3 og 4 og því er nú einungis eftir að uppfylla skref 5. Það var boðið upp á góðgjörðir af þessu tilefni á kennarastofunni og voru þeim gerð góð skil.
Í skrefum 3 og 4 er verið að ganga lengra í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og minnka vistspor skólans. Það er t.d. verið að vinna í því að bæta aðstöðu þeirra sem koma hjólandi eða á rafmagnsbíl í Nýheima.
Nú stendur yfir vinna við skref 5 en þar er meira verið að horfa til framtíðar í umhverfismálum. Stefnt er að því að ljúka 5. skrefinu fyrir jól.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...