Flutningur Office365 á Menntaský

02.des.2021

Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að ríkisstofnanir færist yfir á Menntaský en þar er þjónusta fyrir alla þá sem nota Office 365.

Föstudaginn 3. desember er komið að því að færa kerfin okkar í FAS yfir á Menntaskýið. Eftir klukkan 14 verður ekki hægt að vinna í kerfunum okkar. Þið getið ekki farið inn á Office 365, Námsvef og Innu. Gert er ráð fyrir að yfirfærslan taki um einn sólarhring.

Á laugardag eiga kerfin okkar að vera komin í lag. Þá eiga nemendur að geta skráð sig inn á þau. Hér eru leiðbeiningar þar sem farið er yfir innskráningaferli: Leiðbeiningar vegna OneDrive og tvíþátta auðkenningar í Menntaský. Athugið að  nemendur nota ekki MFA (MargFöld Auðkenning / Tvíþátta auðkenningu) og geta því sleppt þeim hluta sem að því snýr í leiðbeiningunum. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar vel og vandlega.

Líklega eru einhverjir sem þurfa að vinna í verkefnum um helgina og því er mikilvægt að undirbúa það. Nemendur geta undirbúið sig með ýmsum hætti:

  • Hægt er að hala niður upplýsingum af Námsvef
  • Hægt er að setja verkefni á Google svæði
  • Velja verkefni, ekki gera ráð fyrir að vinna í öllum verkefnum
  • Ræða við kennarana um verkefnaskil

Að sjálfsögðu vonumst við til þess að yfirfærslan gangi sem best en ef einhverjir skyldu lenda í vandræðum verður hægt að fá aðstoð með að laga innskráningu og tengingu á Menntaský hér í FAS  strax á mánudagsmorgun 6. desember. Ef fjarnemendur lenda í vandræðum geta þeir haft samband við kerfisstjóra (hjalp@martolvan.is) eða í síma 470 81 82.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...