Flutningur Office365 á Menntaský

02.des.2021

Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að ríkisstofnanir færist yfir á Menntaský en þar er þjónusta fyrir alla þá sem nota Office 365.

Föstudaginn 3. desember er komið að því að færa kerfin okkar í FAS yfir á Menntaskýið. Eftir klukkan 14 verður ekki hægt að vinna í kerfunum okkar. Þið getið ekki farið inn á Office 365, Námsvef og Innu. Gert er ráð fyrir að yfirfærslan taki um einn sólarhring.

Á laugardag eiga kerfin okkar að vera komin í lag. Þá eiga nemendur að geta skráð sig inn á þau. Hér eru leiðbeiningar þar sem farið er yfir innskráningaferli: Leiðbeiningar vegna OneDrive og tvíþátta auðkenningar í Menntaský. Athugið að  nemendur nota ekki MFA (MargFöld Auðkenning / Tvíþátta auðkenningu) og geta því sleppt þeim hluta sem að því snýr í leiðbeiningunum. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar vel og vandlega.

Líklega eru einhverjir sem þurfa að vinna í verkefnum um helgina og því er mikilvægt að undirbúa það. Nemendur geta undirbúið sig með ýmsum hætti:

  • Hægt er að hala niður upplýsingum af Námsvef
  • Hægt er að setja verkefni á Google svæði
  • Velja verkefni, ekki gera ráð fyrir að vinna í öllum verkefnum
  • Ræða við kennarana um verkefnaskil

Að sjálfsögðu vonumst við til þess að yfirfærslan gangi sem best en ef einhverjir skyldu lenda í vandræðum verður hægt að fá aðstoð með að laga innskráningu og tengingu á Menntaský hér í FAS  strax á mánudagsmorgun 6. desember. Ef fjarnemendur lenda í vandræðum geta þeir haft samband við kerfisstjóra (hjalp@martolvan.is) eða í síma 470 81 82.

 

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...