Flutningur Office365 á Menntaský

02.des.2021

Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að ríkisstofnanir færist yfir á Menntaský en þar er þjónusta fyrir alla þá sem nota Office 365.

Föstudaginn 3. desember er komið að því að færa kerfin okkar í FAS yfir á Menntaskýið. Eftir klukkan 14 verður ekki hægt að vinna í kerfunum okkar. Þið getið ekki farið inn á Office 365, Námsvef og Innu. Gert er ráð fyrir að yfirfærslan taki um einn sólarhring.

Á laugardag eiga kerfin okkar að vera komin í lag. Þá eiga nemendur að geta skráð sig inn á þau. Hér eru leiðbeiningar þar sem farið er yfir innskráningaferli: Leiðbeiningar vegna OneDrive og tvíþátta auðkenningar í Menntaský. Athugið að  nemendur nota ekki MFA (MargFöld Auðkenning / Tvíþátta auðkenningu) og geta því sleppt þeim hluta sem að því snýr í leiðbeiningunum. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar vel og vandlega.

Líklega eru einhverjir sem þurfa að vinna í verkefnum um helgina og því er mikilvægt að undirbúa það. Nemendur geta undirbúið sig með ýmsum hætti:

  • Hægt er að hala niður upplýsingum af Námsvef
  • Hægt er að setja verkefni á Google svæði
  • Velja verkefni, ekki gera ráð fyrir að vinna í öllum verkefnum
  • Ræða við kennarana um verkefnaskil

Að sjálfsögðu vonumst við til þess að yfirfærslan gangi sem best en ef einhverjir skyldu lenda í vandræðum verður hægt að fá aðstoð með að laga innskráningu og tengingu á Menntaský hér í FAS  strax á mánudagsmorgun 6. desember. Ef fjarnemendur lenda í vandræðum geta þeir haft samband við kerfisstjóra (hjalp@martolvan.is) eða í síma 470 81 82.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...