Nemendum var skipt í nokkra hópa á vísindadögum í ferðinni á Stöðvarfjörð í síðustu viku. Á meðan nokkrir hópar lögðu áherslu á mannvist á svæðinu voru aðrir að skoða atriði tengd listum.
Nú hafa nemendur búið til tvö myndbönd þar sem sjá má brot af því sem fyrir augu bar og þátttakendur í ferðinni upplifðu.