Vettvangs- og upplifunarferð á vísindadögum

01.nóv.2021

Það er löngu orðin hefð í FAS að hafa vísindadaga síðast í október. Annað hvert ár hefur verið farið með staðnemendur í tveggja daga ferð til að kynna sér önnur bæjarfélög og hvað er í gangi þar.
Dagana 27. og 28. október var farið til Stöðvarfjarðar. Þar voru þrír staðir skoðaðir. Fyrst var stoppað var á Kambanesi þar sem vitinn var skoðaður sem og náttúra og mannvist.

Á Stöð innst í Stöðvarfirði eru miklar fornleifarannsóknir og var það næsti viðkomustaður. Þar tóku á móti hópnum Erla Jóna Steingrímsdóttir og Björn Valur Guðmundsson kennari. Þau sögðu frá uppgreftinum og rannsóknum sem hafa átt sér stað og þeim niðurstöðum sem liggja fyrir í dag. Þarna er stærsta langhús sem hefur fundist á Íslandi hingað til og það er talið hafa verið reist 50 – 70 árum fyrir landnám og bendir til þess að þarna hafi menn komið og haft tímabundna búsetu.

Þorpið á Stöðvarfirði var heimsótt og tóku nemendur viðtöl við fólk á staðnum. Einnig var Sköpunarmiðstöðin heimsótt en hún er til húsa í gamla frystihúsinu. Þar hófst uppbygging á listasmiðju 2011 og er hún í miklum blóma í dag. Hópurinn gisti í íþróttahúsinu og hafði þar líka aðstöðu til hópavinnu.

Á leiðinni heim var aftur stoppað á Kambanesi þar sem hóparnir kynntu sína vinnu í ferðinni. Ferðin gekk í alla staði einstaklega vel. Nemendur voru í alla staði til mikillar fyrirmyndar og komu reynslunni ríkari heim síðdegis á fimmtudag. Við þökkum Stöðfirðingum fyrir góðar móttökur.

[modula id=“13511″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...