Vettvangs- og upplifunarferð á vísindadögum

01.nóv.2021

Það er löngu orðin hefð í FAS að hafa vísindadaga síðast í október. Annað hvert ár hefur verið farið með staðnemendur í tveggja daga ferð til að kynna sér önnur bæjarfélög og hvað er í gangi þar.
Dagana 27. og 28. október var farið til Stöðvarfjarðar. Þar voru þrír staðir skoðaðir. Fyrst var stoppað var á Kambanesi þar sem vitinn var skoðaður sem og náttúra og mannvist.

Á Stöð innst í Stöðvarfirði eru miklar fornleifarannsóknir og var það næsti viðkomustaður. Þar tóku á móti hópnum Erla Jóna Steingrímsdóttir og Björn Valur Guðmundsson kennari. Þau sögðu frá uppgreftinum og rannsóknum sem hafa átt sér stað og þeim niðurstöðum sem liggja fyrir í dag. Þarna er stærsta langhús sem hefur fundist á Íslandi hingað til og það er talið hafa verið reist 50 – 70 árum fyrir landnám og bendir til þess að þarna hafi menn komið og haft tímabundna búsetu.

Þorpið á Stöðvarfirði var heimsótt og tóku nemendur viðtöl við fólk á staðnum. Einnig var Sköpunarmiðstöðin heimsótt en hún er til húsa í gamla frystihúsinu. Þar hófst uppbygging á listasmiðju 2011 og er hún í miklum blóma í dag. Hópurinn gisti í íþróttahúsinu og hafði þar líka aðstöðu til hópavinnu.

Á leiðinni heim var aftur stoppað á Kambanesi þar sem hóparnir kynntu sína vinnu í ferðinni. Ferðin gekk í alla staði einstaklega vel. Nemendur voru í alla staði til mikillar fyrirmyndar og komu reynslunni ríkari heim síðdegis á fimmtudag. Við þökkum Stöðfirðingum fyrir góðar móttökur.

[modula id=“13511″]

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...