Sönguppbrot á þriðjudegi

26.okt.2021

Það var aldeilis fjör á uppbroti í Nýheimum núna fyrir hádegi. Þar var karlakórinn Jökull mættur á svæðið og kynnti það starf sem fer fram í kórum bæði í orðum og söng. Jóhann stjórnandi sagði frá því hvaða raddir syngja í karlakór og kórfélagar gáfu tóndæmi frá sínum röddum. Þá voru tekin dæmi um hvers konar lög eru sungin í kórum. Og við fengum líka að heyra að sum lög fara best á því að hafa undirleik.

Stefán Sturla sagði frá því að nú gefst nemendum kostur á því að taka þátt í kórastarfi og hægt er að fá fyrir það einingar sem nýtast í námi. Hann upplýsti líka að þekktir söngvarar sem við þekkjum í dag hófu sinn feril á því að syngja í kór því það sé mikill og góður undirbúningur.

Það var ekki annað að sjá en uppbrotið vekti lukku meðal áheyrenda. Nú skorum við á nemendur að drífa sig til að taka þátt í kórastarfsemi á svæðinu því það er sannarlega bæði gaman og gefandi.

Við þökkum Jökli kærlega fyrir komuna og skemmtilega og fræðandi stund.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...