Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

21.okt.2021

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19.

Í upphafi ráðstefnunnar mun Katrín Jakobsdóttir ávarpa ráðstefnugesti. Þá verða fluttir áhugaverðir fyrirlestrar tengdir ferðaþjónustu. Dagskráin er enn í mótun en verður birt um leið og hún er endanleg. Þeir sem vilja vita meira um DETOUR er bent á heimasíðu verkefnisins og einnig er hægt að senda fyrirspurn á hulda@fas.is en það er Hulda Laxdal sem heldur utan um verkefnið af hálfu FAS.

Við vonumst eftir góðri þátttöku allra sem áhuga hafa á heilsu, vellíðan og ferðaþjónustu.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...