Lokaráðstefna í DETOUR verkefninu

21.okt.2021

Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19.

Í upphafi ráðstefnunnar mun Katrín Jakobsdóttir ávarpa ráðstefnugesti. Þá verða fluttir áhugaverðir fyrirlestrar tengdir ferðaþjónustu. Dagskráin er enn í mótun en verður birt um leið og hún er endanleg. Þeir sem vilja vita meira um DETOUR er bent á heimasíðu verkefnisins og einnig er hægt að senda fyrirspurn á hulda@fas.is en það er Hulda Laxdal sem heldur utan um verkefnið af hálfu FAS.

Við vonumst eftir góðri þátttöku allra sem áhuga hafa á heilsu, vellíðan og ferðaþjónustu.

 

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...