Við höfum áður sagt frá því að FAS er þátttakandi í menntaverkefninu DETOUR sem fjallar um heilsueflandi ferðaþjónustu. Senn líður að lokum DETOUR og verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Nýheimum og á netinu 10. nóvember næstkomandi á milli 15 og 19.
Í upphafi ráðstefnunnar mun Katrín Jakobsdóttir ávarpa ráðstefnugesti. Þá verða fluttir áhugaverðir fyrirlestrar tengdir ferðaþjónustu. Dagskráin er enn í mótun en verður birt um leið og hún er endanleg. Þeir sem vilja vita meira um DETOUR er bent á heimasíðu verkefnisins og einnig er hægt að senda fyrirspurn á hulda@fas.is en það er Hulda Laxdal sem heldur utan um verkefnið af hálfu FAS.
Við vonumst eftir góðri þátttöku allra sem áhuga hafa á heilsu, vellíðan og ferðaþjónustu.