Græn skref í FAS

18.okt.2021

Nú er í gangi í FAS vinna við verkefnið Græn skref, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna eins og segir á vefsíðu verkefnisins. Þetta er þarft og mikilvægt verkefni á tímum loftslagsbreytinga.

Með verkefninu á að draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi stofnana á umhverfið. Ætlunin er að bæta flokkun, minnka matarsóun, setja upp grænt bókhald og bæta hjólaaðstöðu við Nýheima svo eitthvað sé nefnt. Grænu skrefin eru fimm og samkvæmt Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins er gerð krafa um að allar ríkisstofnanir uppfylli öll fimm Grænu skrefin fyrir árslok 2021.

Núna er verið að vinna að því að móta loftslagsstefnu fyrir skólann og vinna í skrefum eitt og tvö. Í hverju skrefi þarf að huga að 20 – 40 mismunandi atriðum sem þarf að uppfylla til að hljóta viðurkenningu. Verkefnastjóri með Grænum skrefum í FAS er Olga Ingólfsdóttir.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...