Græn skref í FAS

18.okt.2021

Nú er í gangi í FAS vinna við verkefnið Græn skref, sem er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna eins og segir á vefsíðu verkefnisins. Þetta er þarft og mikilvægt verkefni á tímum loftslagsbreytinga.

Með verkefninu á að draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi stofnana á umhverfið. Ætlunin er að bæta flokkun, minnka matarsóun, setja upp grænt bókhald og bæta hjólaaðstöðu við Nýheima svo eitthvað sé nefnt. Grænu skrefin eru fimm og samkvæmt Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins er gerð krafa um að allar ríkisstofnanir uppfylli öll fimm Grænu skrefin fyrir árslok 2021.

Núna er verið að vinna að því að móta loftslagsstefnu fyrir skólann og vinna í skrefum eitt og tvö. Í hverju skrefi þarf að huga að 20 – 40 mismunandi atriðum sem þarf að uppfylla til að hljóta viðurkenningu. Verkefnastjóri með Grænum skrefum í FAS er Olga Ingólfsdóttir.

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...