Mælingar á Fláajökli

14.okt.2021

Í dag fóru staðnemendur í áfanganum JARÐ2IJ05 í ferð að Fláajökli til að skoða stöðu jökulsporðsins. Með í för var Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands en hann er manna fróðastur hér um slóðir um jökla og breytingar á þeim.

Í ferðum sem þessum er margt að sjá tengt náttúrunni og breytingum á henni. Því er oft staldrað við til að skoða ummerki náttúrunnar, hvort sem það tengist rofi, gróðurframvindu eða öðru sýnilegu í umhverfinu.
Veðrið í dag var ljómandi gott en nokkuð napurt inni við jökulinn þar sem mælingar fórum fram.

Nemendur frá FAS fóru fyrst til mælinga á Fláajökli vestanverðum vorið 2016 og síðan þá hafa orðið gríðarlega breytingar. Sem dæmi má nefna að þá gátu nemendur gengið á löngum köflum á jökulsporðinum en núna er komið nokkur hundruð metra breytt lón á milli jökuls og lands.

Næstu daga munu nemendur svo vinna nánar úr gögnunum sem var aflað í feðrinni.

[modula id=“13340″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...