Mælingar á Fláajökli

14.okt.2021

Í dag fóru staðnemendur í áfanganum JARÐ2IJ05 í ferð að Fláajökli til að skoða stöðu jökulsporðsins. Með í för var Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands en hann er manna fróðastur hér um slóðir um jökla og breytingar á þeim.

Í ferðum sem þessum er margt að sjá tengt náttúrunni og breytingum á henni. Því er oft staldrað við til að skoða ummerki náttúrunnar, hvort sem það tengist rofi, gróðurframvindu eða öðru sýnilegu í umhverfinu.
Veðrið í dag var ljómandi gott en nokkuð napurt inni við jökulinn þar sem mælingar fórum fram.

Nemendur frá FAS fóru fyrst til mælinga á Fláajökli vestanverðum vorið 2016 og síðan þá hafa orðið gríðarlega breytingar. Sem dæmi má nefna að þá gátu nemendur gengið á löngum köflum á jökulsporðinum en núna er komið nokkur hundruð metra breytt lón á milli jökuls og lands.

Næstu daga munu nemendur svo vinna nánar úr gögnunum sem var aflað í feðrinni.

[modula id=“13340″]

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...