Góðir gestir í FAS

13.okt.2021

Í dag komu til okkar fulltrúar frá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum. Stofnunin byggir á samvinnu þriggja aðila; Háskóla Íslands, Ningbo háskóla í Kína og Hanban sem er móðurstofnun Konfúsíusarstofnana í heiminum. Stofnunin er bakhjarl námslínu kínverskra fræða og hefur líka staðið fyrir námi á framhaldsskólastigi í kínversku.

Gestirnir komu færandi hendi en skólinn fékk að gjöf nokkrar kennslubækur og orðabækur. Það væri gaman ef að í framtíðinni yrði boðið upp á nám í kínversku í FAS.

Það vakti athygli gestanna að á vegg skólans hangir kínverskt ljóð en það er gjöf frá fyrrum nemanda okkar Chiharu Kawai en hún er japönsk og lauk héðan stúdentsprófi 2006.

Kærar þakkir fyrir komuna ágæta fólk.

 

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...