Góðir gestir í FAS

13.okt.2021

Í dag komu til okkar fulltrúar frá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum. Stofnunin byggir á samvinnu þriggja aðila; Háskóla Íslands, Ningbo háskóla í Kína og Hanban sem er móðurstofnun Konfúsíusarstofnana í heiminum. Stofnunin er bakhjarl námslínu kínverskra fræða og hefur líka staðið fyrir námi á framhaldsskólastigi í kínversku.

Gestirnir komu færandi hendi en skólinn fékk að gjöf nokkrar kennslubækur og orðabækur. Það væri gaman ef að í framtíðinni yrði boðið upp á nám í kínversku í FAS.

Það vakti athygli gestanna að á vegg skólans hangir kínverskt ljóð en það er gjöf frá fyrrum nemanda okkar Chiharu Kawai en hún er japönsk og lauk héðan stúdentsprófi 2006.

Kærar þakkir fyrir komuna ágæta fólk.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...