Í dag komu til okkar fulltrúar frá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum. Stofnunin byggir á samvinnu þriggja aðila; Háskóla Íslands, Ningbo háskóla í Kína og Hanban sem er móðurstofnun Konfúsíusarstofnana í heiminum. Stofnunin er bakhjarl námslínu kínverskra fræða og hefur líka staðið fyrir námi á framhaldsskólastigi í kínversku.
Gestirnir komu færandi hendi en skólinn fékk að gjöf nokkrar kennslubækur og orðabækur. Það væri gaman ef að í framtíðinni yrði boðið upp á nám í kínversku í FAS.
Það vakti athygli gestanna að á vegg skólans hangir kínverskt ljóð en það er gjöf frá fyrrum nemanda okkar Chiharu Kawai en hún er japönsk og lauk héðan stúdentsprófi 2006.
Kærar þakkir fyrir komuna ágæta fólk.