Langþráð ball í FAS

08.okt.2021

Í gær ríkti nokkur eftirvænting í FAS og ástæðan var sú að loksins var komið að langþráðu balli en slíkt hefur verið erfitt undanfarið vegna covid. Ballið var haldið í Sindrabæ og það var nemendaráð sem hafði veg og vanda að undirbúningnum.

Það er skemmst frá því að segja að ballið og allt í kringum það í gær tókst einstaklega vel. Það var ljóst að þeir sem mættu voru ákveðnir í að skemmta sér og njóta stundarinnar. Það var þó ekki einungis dansað heldur að þá var búið að undirbúa alls kyns leiki og sprell.

Mætingin var ágæt, sérstaklega hjá nemendum á fyrsta ári. Það má með sanni segja að allt í tengslum við ballið; undirbúningur, dansleikurinn sjálfur og svo frágangur hafi verið til miklllar fyrirmyndar og það sem var fyrir mestu að allir skemmtu sér vel.

Frábært hjá ykkur krakkar – þið kunnið svo sannarlega að skemmta ykkur!!

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...