Langþráð ball í FAS

08.okt.2021

Í gær ríkti nokkur eftirvænting í FAS og ástæðan var sú að loksins var komið að langþráðu balli en slíkt hefur verið erfitt undanfarið vegna covid. Ballið var haldið í Sindrabæ og það var nemendaráð sem hafði veg og vanda að undirbúningnum.

Það er skemmst frá því að segja að ballið og allt í kringum það í gær tókst einstaklega vel. Það var ljóst að þeir sem mættu voru ákveðnir í að skemmta sér og njóta stundarinnar. Það var þó ekki einungis dansað heldur að þá var búið að undirbúa alls kyns leiki og sprell.

Mætingin var ágæt, sérstaklega hjá nemendum á fyrsta ári. Það má með sanni segja að allt í tengslum við ballið; undirbúningur, dansleikurinn sjálfur og svo frágangur hafi verið til miklllar fyrirmyndar og það sem var fyrir mestu að allir skemmtu sér vel.

Frábært hjá ykkur krakkar – þið kunnið svo sannarlega að skemmta ykkur!!

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...