Miðannarmat og miðannarviðtöl

04.okt.2021

Þessa vikuna standa yfir svokölluð miðannarviðtöl í FAS. Þá hittast nemendur og kennari einslega og fara yfir stöðuna í áfanganum. Fyrir miðannarviðtölin fá nemendur miðannarmat í Innu en þar eru gefnar þrjár einkunnir; G sem stendur fyrir góðan árangur og þá er nemandinn með allt á hreinu. V stendur fyrir viðunandi sem þýðir að allt sé í lagi en vel hægt að bæta árangurinn. O stendur síðan fyrir óviðunandi sem þýðir að ef nemandi tekur sig ekki verulega á geti það þýtt fall í viðkomandi áfanga. Nemendur fá einnig umsögn sem á að vera lýsandi fyrir stöðuna.

Þeir nemendur sem fá tvö O eða fleira eru boðaðir í viðtal hjá umsjónarkennara þar sem reynt er að ráðleggja hvernig megi skipuleggja sig betur. Ef nemendur eru yngri en 18 ára eru foreldrar viðkomandi einnig boðaðir á fund.

Meðfylgjandi mynd var tekin í íslenskutíma í morgun.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...