Á leið til Finnlands

23.sep.2021

Haustið 2020 hófst þriggja ára samstarfsverkefni á milli Finnlands, Noregs og Íslands og er verkefnið styrkt af Nordplus. Verkefnið er einnig í samstarfi við jarðvanga í löndunum þremur og Vatnajökulsþjóðgarð. Í verkefninu er verið að vinna með valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og er eitt markmið tekið fyrir á hverri önn.
Síðastliðið haust áttu finnskir og norskir nemendur að koma til Íslands og síðasta vor átti að fara í heimsókn til Noregs. Ekkert varð þó úr ferðalögum vegna COVID19. Núna hefur heldur birt til og tiltölulega auðvelt fyrir bæði Íslendinga og Finna að ferðast en næsta ferð samkvæmt umsókn er til Finnlands. Það eru þó enn miklar takmarkanir í Noregi. Þegar umsjónarmenn verkefnisins hittust í upphafi haustannar var ákveðið að íslenski hópurinn fari til Finnlands í viku 39 eins og gert er ráð fyrir í umsókninni. Þátttakendur í verkefninu í Noregi ætla að fara í vettvangsferðir nálægt Brønnøysund. En hóparnir ætla líka að nýta tæknina og vinna saman í gegnum Teams.
Næsta sunnudag er svo komið að því að leggja af stað til Finnlands og hópurinn verður kominn til Vaala á mánudagskvöld. Í Finnlandi verður tíminn notaður vel í vettvangsferðir og vinnu tengda verkefninu. Við munum segja frá ferðalaginu á vefsíðu verkefnisins https://geoheritage.fas.is/.
Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting sé fyrir ferðinni og allir farnir að hlakka til að ferðast aftur og ekki síst að kynnast nýju landi og nýju fólki. Á myndinni má sjá hópinn sem er á leiðinni til Finnlands.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...