Miðannarviðtöl og námið framundan

16.okt.2015

Birkir og Halldór í íslenskutíma hjá Agnesi. Í síðustu viku fóru fram miðannarviðtöl í FAS en þá hitta nemendur kennara sína og þeir fara saman yfir stöðu mála. Í flestum áföngum er gefið miðannarmat. Þar er hægt að fá þrjár einkunnir; G sem bendir til að nemandi sé í góðum málum, V sem segir að allt sé í lagi en samt hægt að bæta sig. Þriðja einkunnin er O sem stendur fyrir óviðunandi. Þá vísbendingu ber að taka alvarlega og ef ekki verður breyting til batnaðar gæti svo farið að nemandi standist ekki áfangann í lokamati. Þessa vikuna hafa nemendur sem eru yngri en 18 ára og forráðamenn þeirra fengið sent heim bréf með miðannarmatinu. Fái einhver nemandi tvö O eða fleiri er jafnan boðað til viðtals og reynt að finna út hvernig bæta megi árangurinn.

Þegar önnin er hálfnuð er orðið tímabært að fara að huga að vali fyrir næstu önn og skipuleggja nám sitt í skólanum. Í morgun var námsval við skólann kynnt og hvaða möguleika hver og einn hefur til að stunda það nám sem hann hefur valið sér eða hefur áhuga á. Næstu daga og vikur koma nemendur og hitta umsjónarkennara sína til að skipuleggja námið. Því fyrr sem skipulagið liggur fyrir því betra.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...