Háskóli Íslands hefur um margra ára skeið veitt nýnemum sem bæði hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og látið til sín taka á öðrum sviðum styrk þegar þeir hefja nám í skólanum. Úthlutunarathöfnin fyrir nýhafið skólaár fór fram fyrr í vikunni.
Meðal styrkþega að þessu sinni er Ingunn Ósk Grétarsdóttir sem útskrifaðist síðasta vor frá FAS með einstökum árangri. Hún er að hefja nám í lífeindafræði í háskólanum. Við óskum henni sem og öðrum styrkþegum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Hér er tengill á frétt frá Háskóla Íslands um styrkveitinguna. Á myndinni má sjá Ingunni með Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor.
Staðan í fjallamennskunámi FAS
Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...