Ingunn Ósk hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

02.sep.2021

Háskóli Íslands hefur um margra ára skeið veitt nýnemum sem bæði hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og látið til sín taka á öðrum sviðum styrk þegar þeir hefja nám í skólanum. Úthlutunarathöfnin fyrir nýhafið skólaár fór fram fyrr í vikunni.
Meðal styrkþega að þessu sinni er Ingunn Ósk Grétarsdóttir sem útskrifaðist síðasta vor frá FAS með einstökum árangri. Hún er að hefja nám í lífeindafræði í háskólanum. Við óskum henni sem og öðrum styrkþegum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Hér er tengill á frétt frá Háskóla Íslands um styrkveitinguna. Á myndinni má sjá Ingunni með Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...