Fréttir af DETOUR verkefninu

03.sep.2021

Fjölþjóðlega Erasmus+ verkefnið, DETOUR sem FAS er þátttakandi í er nú langt komið. Í verkefninu hefur verið unnið stuðnings- og upplýsingaefni sem nýst getur ferðaþjónustuaðilum og samfélögum sem vilja efla framboð heilsueflandi ferðaþjónustuafurða eða viðburða í sínu nærumhverfi.
Stuðnings- og upplýsingaefnið er aðgengilegt og opið öllum á heimasíðu DETOUR  https://www.detourproject.eu/ Nánar má lesa um verkefnið í meðfylgjandi fréttabréfi.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...