Margt um manninn í FAS í dag

30.ágú.2021

Það er heldur betur líflegt í Nýheimum í dag og margt um manninn. Ástæðan er sú að í dag mæta nemendur á fyrra ári í fjallamennsku í fyrsta sinn í skólann. Nemendurnir koma víða að og fóru fyrstu tímarnir í að kynna sig fyrir hópnum. Að loknum kynningum snéru nemendur sér að verkefnum næstu daga.
Hópnum var síðan skipt í tvo minni hópa.  Annar hópurinn mun fara í fyrstu göngu námsins þar sem m.a. farið yfir notkun á áttavita og hvernig best sé að bera sig að við að skipuleggja ferðir á fjöllum. Hinn hópurinn ætlar hins vegar að spreyta sig á klettaklifri.
Við bjóðum þennan stóra hóp velkominn í FAS og hlökkum til að fylgjast með fjölbreyttum verkefnum þeirra í vetur.

[modula id=“13076″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...