Á leið á slóðir Kristjáns fjórða

07.okt.2015

danmerkurfararFimmtudaginn 8. október leggja nemendur í áfanganum DANS2SS05 af stað áleiðis til Kaupmannahafnar ásamt Guðmundi Inga kennara.
Það sem af er vetri hafa nemendur í áfanganum unnið að verkefnum sem tengjast ævi og störfum Kristjáns fjórða Danakonungs og þeim byggingum sem hann lét reisa. En hann er sá konungur sem lét sér hvað mest málefni Íslands varða. Í vinnunni í vetur hafa nemendur jafnframt kynnt sér venjur og siði dansks samfélags á valdatíma konungs.
Hópurinn flýgur utan á föstudagsmorgun og hans bíður þéttskipuð dagskrá þar sem skoðaðar verða margar af helstu byggingum og söfnum sem tengjast sögu Kristjáns fjórða. Auk þess að feta slóðir konungs ætlar hópurinn að rölta eftir Strikinu og á laugardagskvöldið er ætlunin að bregða sér í Tívolíið og athuga hvernig tækin virka þar.
Hópurinn er væntanlegur til landsins á mánudagskvöld og nemendur mæta reynslunni ríkari í skólann á þriðjudag.

Aðrar fréttir

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Klettaklifur í fjallamennskunámi FAS

Dagana 3. - 6. maí fór fram valáfangi í klettaklifri fyrir nemendur í grunnnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og klifruðum á fjölbreyttum svæðum í kringum höfuðborgina en það er skemmtilegt fyrir nemendurna að kynnast fjölbreyttum...

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...