Gengið til heiðurs nýnemum

24.ágú.2021

Dagurinn í dag er sérstaklega helgaður nýnemum enda mikilvægt að þeir kynnist eldri nemendum og kennurum skólans. Strax í upphafi skóladags var farið með hópinn í rútu að Almannaskarði og gengið þaðan í áttina að Bergárdalnum og svo niður með Bergánni. Á leiðinni var staldrað nokkrum sinnum við og spáð í umhverfið og það sem vakti áhuga. Þó engin hafi verið sólin var veðrið milt og hentugt til göngu. Það vakti eftirtekt hversu þægilegur hópurinn var með jákvæðni í fyrirrúmi.
Þegar komið var til baka í Nýheima hittist hópurinn á Nýtorgi. Forsetar nemendafélagsins þeir Sævar Rafn og Tómas Nói ásamt Lind sem hefur umsjón með félagslífinu kynntu klúbbastarf nemendafélagsins og hvöttu nemendur til að skrá sig í hópa. Það er mikilvægt að sem allra flestir nemendur séu virkir til að skapa blómlegt félagslíf.
Í hádeginu var svo veisla í boði skólans. Hún Hafdís okkar bauð upp á grillveislu og voru veitingunum gerð góð skil.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...