Gengið til heiðurs nýnemum

24.ágú.2021

Dagurinn í dag er sérstaklega helgaður nýnemum enda mikilvægt að þeir kynnist eldri nemendum og kennurum skólans. Strax í upphafi skóladags var farið með hópinn í rútu að Almannaskarði og gengið þaðan í áttina að Bergárdalnum og svo niður með Bergánni. Á leiðinni var staldrað nokkrum sinnum við og spáð í umhverfið og það sem vakti áhuga. Þó engin hafi verið sólin var veðrið milt og hentugt til göngu. Það vakti eftirtekt hversu þægilegur hópurinn var með jákvæðni í fyrirrúmi.
Þegar komið var til baka í Nýheima hittist hópurinn á Nýtorgi. Forsetar nemendafélagsins þeir Sævar Rafn og Tómas Nói ásamt Lind sem hefur umsjón með félagslífinu kynntu klúbbastarf nemendafélagsins og hvöttu nemendur til að skrá sig í hópa. Það er mikilvægt að sem allra flestir nemendur séu virkir til að skapa blómlegt félagslíf.
Í hádeginu var svo veisla í boði skólans. Hún Hafdís okkar bauð upp á grillveislu og voru veitingunum gerð góð skil.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...