Hestamennskusvið í FAS

19.ágú.2021

Nám í hestamennsku hófst formlega í FAS þann 18. ágúst. Það eru 22 nemendur skráðir í námið sem er einstaklingsmiðað nám sem hentar vel fyrir einstaklinga sem eru komnir út á vinnumarkaðinn. Námið er 20 einingar; 10 einingar eru bóklegar í fjarnámi og 10 einingar verklegar á vorönn.
Námið undirbýr nemendur til að verða aðstoðarmenn í hvers konar hestatengdri starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Einnig er lögð áhersla á að nemendur geti sinnt helstu verkþáttum í hirðingu hesta, aðstoðað við þjálfun þeirra og geti aðstoðað viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Það verður gaman að fylgjast með þessari nýjung í skólastarfinu.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...