Í dag var komið að árlegri ferð nemenda á Skeiðarársand en frá árinu 2009 hafa nemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum farið í þá ferð. FAS hefur umsjón með fimm gróðurreitum á sandinum sem hver er 25 fermetrar að stærð. Í ferðinni er verið skoða gróður innan reitanna, telja tré og mæla hæð þeirra sem eru orðin 10 cm eða hærri. Einnig þurfa nemendur að horfa eftir ummerkjum um ágang skordýra eða beit.
Ferðin í dag gekk ljómandi vel. Vinnan á sandinum gekk vel. Næstu daga verður svo unnið úr upplýsingum sem var safnað og þær bornar saman við niðurstöður fyrri ára.
Staðan í fjallamennskunámi FAS
Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...