Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

25.ágú.2021

Í dag var komið að árlegri ferð nemenda á Skeiðarársand en frá árinu 2009 hafa nemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum farið í þá ferð. FAS hefur umsjón með fimm gróðurreitum á sandinum sem hver er 25 fermetrar að stærð. Í ferðinni er verið skoða gróður innan reitanna, telja tré og mæla hæð þeirra sem eru orðin 10 cm eða hærri. Einnig þurfa nemendur að horfa eftir ummerkjum um ágang skordýra eða beit.
Ferðin í dag gekk ljómandi vel. Vinnan á sandinum gekk vel. Næstu daga verður svo unnið úr upplýsingum sem var safnað og þær bornar saman við niðurstöður fyrri ára.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...