Skólastarf hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Þar var farið yfir helstu áherslur haustannarinnar í tengslum við námið. Einnig hvaða sóttvarnarreglur eru í gildi núna en eins og sést á myndinni þarf að hafa grímur ef ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægð. Þetta er nú fjórða önnin þar sem COVID er að hafa áhrif á skólastarfið.
Eftir skólasetningu mættu nemendur til umsjónarkennara þar sem var farið yfir stundatöflur og námsframboð. Einhverjir vildu endurskoða námsval sitt og er það mikilvægt að slíkt sé gert strax í upphafi annar. Öllum breytingum á stundatöflu þarf að vera lokið fyrir 26. ágúst.
Kennsla hefst svo í fyrramálið klukkan 8 eftir stundaskrá.
Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja
Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...