Skólastarf haustannar hefst miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 10 með skólasetningu í fyrirlestrasal Nýheima. Að lokinni skólasetningu verður umsjónarfundur þar sem stundatöflur verða skoðaðar og farið yfir helstu áherslur á önninni.
Kennsla hefst fimmtudaginn 19. ágúst samkvæmt stundaskrá. Bóksalan er eins og áður á bókasafninu og opnar á miðvikudag.
Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að skólastarf á haustönninni verði farsælt.