Laugardaginn 22. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkanna á því hversu margir mega koma saman verða einungis útskriftarnemendur og gestir þeirra viðstaddir athöfnina. Þeir munu sitja við merkt borð á Nýtorgi. Athöfnin hefst klukkan 14.
Það mun verða streymt frá útskriftinni til að þeir sem ekki komast geti fylgst með. Slóðin á streymið er Framhaldsskólinn í A.-Skaft. – YouTube.
Þetta verður þó ekki eina útskriftin frá FAS á þessu ári því laugardaginn 19. júní verður útskrift úr Fjallamennskunáminu. Við munum segja betur frá þeirri útskrift þegar nær dregur.
Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja
Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...