Útskrift frá FAS 22. maí

19.maí.2021

Laugardaginn 22. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkanna á því hversu margir mega koma saman verða einungis útskriftarnemendur og gestir þeirra viðstaddir athöfnina. Þeir munu sitja við merkt borð á Nýtorgi. Athöfnin hefst klukkan 14.
Það mun verða streymt frá útskriftinni til að þeir sem ekki komast geti fylgst með. Slóðin á streymið er Framhaldsskólinn í A.-Skaft. – YouTube.
Þetta verður þó ekki eina útskriftin frá FAS á þessu ári því laugardaginn 19. júní verður útskrift úr Fjallamennskunáminu. Við munum segja betur frá þeirri útskrift þegar nær dregur.

Aðrar fréttir

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....