Námskeið í fjallahjólum

21.maí.2021

Grunnnámskeið FAS í fjallahjólum var haldið dagana 6. – 9. og 14. – 17. maí hjá Bikefarm. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Guðmundur Fannar Markússon, Sigfús Ragnar Sigfússon og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir. Markmið námskeiðsins var að nemendur öðluðust grunn í tækni, meðferð og viðhaldi á fjallahjólum. Námskeiðin voru haldin í höfuðstöðvum Bikefarm í Mörtungu 2 í Skaftárhreppi en í landi býlisins eru hjólastígar sem henta vel til fjallahjólreiða.

Á fyrsta degi töluðum við um væntingar hvers og eins til námskeiðsins. Nemendur lærðu fyrst að stilla hnakk, bremsur og loftþrýsting bæði í dekkjum og dempurum fyrir sína stærð og þyngd. Eftir það var farið yfir æskilega líkamsstöðu á hjólinu bæði þegar hjólað er upp í móti og eins niður í móti. Eftir hádegismat var farið út að æfa stöðu og jafnvægi á hjólinu og gírskiptingar. Þá var haldið í stutta hjólaferð þar sem tækifæri gafst á að nýta öll þau tækniatriði sem farið hafði verið yfir fyrr um daginn. Deginum lauk á kennslu á þrifum á hjólunum og frágangi.

Annar dagur fór í fimi- og jafnvægisæfingar á hjólunum, t.d. að lyfta framdekki yfir hindrun og hjóla eftir planka. Eftir hádegi hjóluðum við góðan spöl og æfðum þverun minniháttar straumvatns með hjól. Næst var farið í bremsuæfingar í bratta og svo skemmtum við okkur konunglega að hjóla aftur heim.

Á þriðja degi var haldið í hjólaferð og öllum deginum eytt úti um koppa og grundir. Þá settu nemendur sig í karakter og leiðsögðu hvoru öðru til skiptis yfir daginn.

Fjórði dagurinn fór alfarið í að læra á viðgerðir og viðhald og búnaðarspjall bæði fyrir eigin ferðir og sem hjólaleiðsögumaður. Allir prófuðu að skipta um dekk og splæsa sundur og saman hlekk í keðju. Farið var yfir stillingar á gírskipti, að skipta um bremsupúða og annað almennt viðhald. Allir dagar enduðu á stuttu spjalli um daginn þar sem hver og einn ræddi það sem viðkomandi var ánægður með eða annað sem við vildum gera betur. Í lok námskeiðs ræddum við námskeiðið í heild, hvort væntingar okkar hefðu orðið að veruleika og hvort eitthvað hefði mátt betur fara.

[modula id=“12797″]

Aðrar fréttir

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....