Stjórnarskipti í NemFAS

10.maí.2021

Skólaárið sem nú er að líða undir lok hefur alls ekki verið með hefðbundnum hætti hjá nemendafélaginu vegna COVID-19. Það voru margar áskoranir í sambandi við félagslífið en það náðist að vinna nokkuð vel.  Það var haldin árshátíð, það voru nokkrir viðburðir og seldar gullfallegar peysur merktar skólanum. Fjárhagur nemendafélagsins er nokkuð góður og eru sjóðir félagsins í plús.

Nú er kominn tími til þess að rétta keflið áfram til næstu stjórnar en á aðalfundi nemendafélagsins í síðustu viku var ljóst hverjir munu sinna ábyrgðarstörfum í NemFAS á næsta skólaári. Tómas Nói Hauksson og Sævar Rafn Gunnlaugsson verða forsetar og hagsmunafulltrúi nemendafélagsins verður Selma Ýr Ívarsdóttir.

Við þökkum núverandi stjórn fyrir starfið í vetur og hlökkum til að sjá starfið á næsta skólaári.

 

Aðrar fréttir

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....