Stjórnarskipti í NemFAS

10.maí.2021

Skólaárið sem nú er að líða undir lok hefur alls ekki verið með hefðbundnum hætti hjá nemendafélaginu vegna COVID-19. Það voru margar áskoranir í sambandi við félagslífið en það náðist að vinna nokkuð vel.  Það var haldin árshátíð, það voru nokkrir viðburðir og seldar gullfallegar peysur merktar skólanum. Fjárhagur nemendafélagsins er nokkuð góður og eru sjóðir félagsins í plús.

Nú er kominn tími til þess að rétta keflið áfram til næstu stjórnar en á aðalfundi nemendafélagsins í síðustu viku var ljóst hverjir munu sinna ábyrgðarstörfum í NemFAS á næsta skólaári. Tómas Nói Hauksson og Sævar Rafn Gunnlaugsson verða forsetar og hagsmunafulltrúi nemendafélagsins verður Selma Ýr Ívarsdóttir.

Við þökkum núverandi stjórn fyrir starfið í vetur og hlökkum til að sjá starfið á næsta skólaári.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...