Skólaárið sem nú er að líða undir lok hefur alls ekki verið með hefðbundnum hætti hjá nemendafélaginu vegna COVID-19. Það voru margar áskoranir í sambandi við félagslífið en það náðist að vinna nokkuð vel. Það var haldin árshátíð, það voru nokkrir viðburðir og seldar gullfallegar peysur merktar skólanum. Fjárhagur nemendafélagsins er nokkuð góður og eru sjóðir félagsins í plús.
Nú er kominn tími til þess að rétta keflið áfram til næstu stjórnar en á aðalfundi nemendafélagsins í síðustu viku var ljóst hverjir munu sinna ábyrgðarstörfum í NemFAS á næsta skólaári. Tómas Nói Hauksson og Sævar Rafn Gunnlaugsson verða forsetar og hagsmunafulltrúi nemendafélagsins verður Selma Ýr Ívarsdóttir.
Við þökkum núverandi stjórn fyrir starfið í vetur og hlökkum til að sjá starfið á næsta skólaári.