Staldraðu við og vertu….

29.sep.2015

mindfulnessÞessa vikuna hefur Bryndís Jóna Jónsdóttir kennari í núvitund verið hjá okkur í FAS. Hún hefur verið með námskeið fyrir krakkana sem taka þátt í nýja samstarfsverkefninu „Your health is your wealth“ sem er styrkt af Erasmus plus.
Bryndís hefur farið með krökkunum í gegnum námsefni sem kallast .b en það stendur fyrir stop, breath and be. Það er breskt námsefni þar sem nemendur fá tækifæri til að staldra við og gefa gaum að líðandi stundu, eigin líðan og hvernig megi takast á við áskoranir daglegs lífs.
Þetta námskeið er eitt af mörgum verkefnum sem krakkarnir takast á við. Um þessar mundir eru þau að eignast pennavini sem þau munu búa hjá þegar farið verður í heimsókn í skólann sem er í borginni Wroclaw í Póllandi. Íslensku krakkarnir fara utan í byrjun nóvember og dvelja í eina viku ytra og munu taka þátt í fjölbreyttri verkefnavinnu.
Meðfylgjandi mynd var tekin á námskeiðinu í dag. Þar áttu nemendur að ganga og veita því fulla athygli. Einfalt atriði eins og að ganga getur krafist ótrúlega mikillar einbeitingar.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...