Í dag klukkan 14 opnar sýning í Nýheimum. Þar sýna nemendur í sjónlistum á listasviði FAS sýnishorn af vinnu annarinnar. Þetta eru fjölbreytt verkefni, t.d. myndlistarverkefni, textílverkefni og síðast en ekki síst förðunarverkefni. Kennslan í sjónlistum fer fram í Vöruhúsinu og er kennt bæði í saumastofu og listastofu. Nemendur í sjónlistum eru á fyrsta, öðru og þriðja hæfniþrepi og verkin á sýningunni endurspegla hæfniþrepin.
Sýningin er á báðum hæðum og við hvetjum fólk til að koma á efri hæðina til að skoða verkefnin.
Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja
Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...