Lokaverkefni í list- og verkgreinum

07.maí.2021

Í dag klukkan 14 opnar sýning í Nýheimum. Þar sýna nemendur í sjónlistum á listasviði FAS sýnishorn af vinnu annarinnar. Þetta eru fjölbreytt verkefni, t.d. myndlistarverkefni, textílverkefni og síðast en ekki síst förðunarverkefni. Kennslan í sjónlistum fer fram í Vöruhúsinu og er kennt bæði í saumastofu og listastofu. Nemendur í sjónlistum eru á fyrsta, öðru og þriðja hæfniþrepi og verkin á sýningunni endurspegla hæfniþrepin.
Sýningin er á báðum hæðum og við hvetjum fólk til að koma á efri hæðina til að skoða verkefnin.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...