Kveðja skólann sinn

07.maí.2021

Það hefur heldur betur verið fjör í Nýheimum í morgun því væntanlegir útskriftarnemendur eru að kveðja skólann sinn í dag. Klukkan sjö hittust nemendur og kennarar í sameiginlegum morgunverði en áður höfðu útskriftarefnin aðeins skreytt í skólanum og fært kennurum sínum gjafir. Eftir að hafa gætt sér á kræsingum var skólasöngur FAS æfður.

Dagurinn verður notaður til að létta sér upp áður en lokatörnin tekur við. Í næstu viku hefst lokamat og þá þarf líka að skila öllum verkefnum sem enn á eftir að skila.
Líklegast munu margir sjá „Bangsímon“, „Grísla“ og „Tuma tígur“ á sveimi í bænum í dag.

Aðrar fréttir

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....