Kveðja skólann sinn

07.maí.2021

Það hefur heldur betur verið fjör í Nýheimum í morgun því væntanlegir útskriftarnemendur eru að kveðja skólann sinn í dag. Klukkan sjö hittust nemendur og kennarar í sameiginlegum morgunverði en áður höfðu útskriftarefnin aðeins skreytt í skólanum og fært kennurum sínum gjafir. Eftir að hafa gætt sér á kræsingum var skólasöngur FAS æfður.

Dagurinn verður notaður til að létta sér upp áður en lokatörnin tekur við. Í næstu viku hefst lokamat og þá þarf líka að skila öllum verkefnum sem enn á eftir að skila.
Líklegast munu margir sjá „Bangsímon“, „Grísla“ og „Tuma tígur“ á sveimi í bænum í dag.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...