Lokaverkefni stúdentsefna

06.maí.2021

Í dag var stór stund hjá mörgum tilvonandi útskriftarnemendum en þá kynntu þeir lokaverkefni sín til stúdentsprófs. Allir nemendur sem ljúka stúdentsprófi frá FAS taka áfanga þar sem þeir velja viðfangsefni eftir námsáherslum sínum og áhuga. Þeir þurfa að ákveða framvindu í verkefninu og eins að velja hvernig þeir afla upplýsinga og setja þær fram.
Verkefnin voru mörg og mismunandi. Þar má t.d. nefna verkefni um neyslu orkudrykkja, fordóma og það að verða nýbúi í samfélaginu, skoðanir ungmenna á Hornafirði á því að svæðið verði fýsilegur búsetukostur í framtíðinni, breyting á ásýnd Hafnar í tengslum við landris og landfyllingar, verkefni tengt ferðaþjónustu og hvernig iðnnemar upplifa viðbrögð við námsvali sínu. Síðast en ekki síst að þá kynnti nemandi EP-plötu þar sem hann hefur samið og spilað lögin auk þess sem myndband hefur verið gert við eitt laganna.
Það er skemmst frá því að segja á kynningarnar í dag gengur ljómandi vel og allir geta verið sáttir við sitt framlag. Og örugglega eru einhverjir fegnir að þessu verkefni sé lokið.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...