Lokaverkefni stúdentsefna

06.maí.2021

Í dag var stór stund hjá mörgum tilvonandi útskriftarnemendum en þá kynntu þeir lokaverkefni sín til stúdentsprófs. Allir nemendur sem ljúka stúdentsprófi frá FAS taka áfanga þar sem þeir velja viðfangsefni eftir námsáherslum sínum og áhuga. Þeir þurfa að ákveða framvindu í verkefninu og eins að velja hvernig þeir afla upplýsinga og setja þær fram.
Verkefnin voru mörg og mismunandi. Þar má t.d. nefna verkefni um neyslu orkudrykkja, fordóma og það að verða nýbúi í samfélaginu, skoðanir ungmenna á Hornafirði á því að svæðið verði fýsilegur búsetukostur í framtíðinni, breyting á ásýnd Hafnar í tengslum við landris og landfyllingar, verkefni tengt ferðaþjónustu og hvernig iðnnemar upplifa viðbrögð við námsvali sínu. Síðast en ekki síst að þá kynnti nemandi EP-plötu þar sem hann hefur samið og spilað lögin auk þess sem myndband hefur verið gert við eitt laganna.
Það er skemmst frá því að segja á kynningarnar í dag gengur ljómandi vel og allir geta verið sáttir við sitt framlag. Og örugglega eru einhverjir fegnir að þessu verkefni sé lokið.

Aðrar fréttir

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....