Stuttmyndahátíð FAS

05.maí.2021

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd, lékum og klipptum myndirnar sjálf. Myndin Óstjórn var tekin upp að hluta til í Bergárdal og myndin Manía í Nýheimum.

Ferlið er búið að vera mjög fræðandi, við fengum ráð og kynningar frá fagmönnum og við nýttum okkur þá kennslu í myndirnar okkar. Við í hópnum viljum sérstaklega þakka kennurunum okkar, Stefáni Sturlu og Skrými fyrir alla hjálpina. Aðrar þakkir fara til Hlyns Pálmasonar, Emils Morávek og Tjörva Óskarssonar.

Föstudaginn 7. maí ætlum við að sýna stuttmyndirnar okkar ásamt sex öðrum stuttmyndum frá nemendum skólans og fleirum. Allar myndirnar verða sýndar í röð fjórum sinnum yfir daginn; klukkan 14:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Sýningarnar verða í fyrirlestrarsal Nýheima og öllum er velkomið að mæta á þeim tíma sem þeim hentar best. Við minnum þó á grímuskyldu og fjarlægðartakmörk. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...