Stuttmyndahátíð FAS

05.maí.2021

Við nokkrir nemendur í FAS erum búin að vera vinna í því að gera stuttmyndir seinustu mánuði. Ferlið í þessum sviðslistaáfanga er búið að vera langt og skemmtilegt. Við höfum verið í þessu verkefni síðustu FJÓRA MÁNUÐI! Við skrifuðum handrit, tókum upp hljóð, mynd, lékum og klipptum myndirnar sjálf. Myndin Óstjórn var tekin upp að hluta til í Bergárdal og myndin Manía í Nýheimum.

Ferlið er búið að vera mjög fræðandi, við fengum ráð og kynningar frá fagmönnum og við nýttum okkur þá kennslu í myndirnar okkar. Við í hópnum viljum sérstaklega þakka kennurunum okkar, Stefáni Sturlu og Skrými fyrir alla hjálpina. Aðrar þakkir fara til Hlyns Pálmasonar, Emils Morávek og Tjörva Óskarssonar.

Föstudaginn 7. maí ætlum við að sýna stuttmyndirnar okkar ásamt sex öðrum stuttmyndum frá nemendum skólans og fleirum. Allar myndirnar verða sýndar í röð fjórum sinnum yfir daginn; klukkan 14:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Sýningarnar verða í fyrirlestrarsal Nýheima og öllum er velkomið að mæta á þeim tíma sem þeim hentar best. Við minnum þó á grímuskyldu og fjarlægðartakmörk. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.

Aðrar fréttir

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...

Öskudagsþema í FAS

Öskudagsþema í FAS

Eins og flestir vita er öskudagur í dag. Öskudagur er fyrsti dagur í lönguföstu og segir okkur um leið að nú séu 7 vikur til páska. Langafasta er sérstaklega mikilvæg í kaþólska kirkjuárinu og á að vera tími íhugunar og góðrar breytni. Lengi var það sérstakur siður á...

Uppfærsla á netbúnaði í FAS og miðannarmat

Uppfærsla á netbúnaði í FAS og miðannarmat

Í dag er námsmatsdagur í FAS og kennarar vinna að því að setja inn miðannarmat í Innu. Matið ætti að vera sýnilegt nemendum í lok dags. Í næstu viku verða svo miðannarsamtöl þar sem farið verður yfir matið. Nemendur eru í fríi á námsmatsdegi en engu að síður er mikið...